,,Zlatan var ekki sáttur með formið sitt“

,,Zlatan er meiddur eða, hann var ekki nógu sáttur með formið sitt,“ sagði Jose Mourinho stjóri Mancehester United um ástand sænska framherjans.

Zlatan Ibrahimovic snéri aftur undir lok síðasta árs eftir að hafa slitið krossband.

,,Hann barðist eins og ljón, eins og hann segir. Hannv ar byrjaður að spila og byrja leiki. Hann var ekki ánægður með það hvernig honum leið.“

,,Hann hitti aðra lækna, þegar honum líður vel þá snýr hann aftur. Við teljum að það verði í lok janúar eða byrjun febrúar. Vonum að honum líði betur og að hann sé klár á nýjan leik.“


desktop