Zlatan verður með United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar

Zlatan Ibrahimovic framherji Manchester United mun ferðast með liðinu til Stokkhólms eftir helgi.

Zlatan sleit krossaband á dögunum og fór í aðgerð og endurhæfingu í Bandaríkjunum.

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram næsta miðvikudag í heimalandi Zlatan.

Þrátt fyrir að vera ekki leikfær þá fer sænski framherjinn með United.

,,Sumir okkar koma á hækjum en við förum allir þangað,“ sagði Jose Mourinho stjóri United.

United mætir Ajax í úrslitum og þarf sigur til að komast í Meistaradeildina að ári.


desktop