Byrjunarlið Apollon og Everton – Gylfi ekki í hóp

Apollon Limasso tekur á móti Everton í Evrópudeildinni í dag klukkan 18:00 og eru byrjunarliðin klár.

Liðin hafa ekki að miklu að keppa í kvöld þar sem að Atalanta og Lyon hafa nú þegar tryggt sig áfram í 32-liða úrslitin.

Everton er í neðsta sæti riðilsins með 1 stig og stillir upp hálfgerðu varaliði í kvöld en Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hóp, líkt og Wayne Rooney.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Apollon: Kissas, Sachetti, Martinez, Allan, Pedro, Jander, Roberge, Papoulis, Schembri, Pitian, Sardinero.

Everton: Robles; Baningime, Charsley, Schneiderlin, Feeney. Besic, Blasic, Klaassen, Hornby, Miralls, Lookman.


desktop