Lyon áfram í undanúrslitin eftir vítakeppni í Tyrklandi

Besiktas tók á móti Lyon í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri Besiktas.

Það var Anderson Talisca sem kom Besiktas yfir í fyrri hálfleik áður en Alexandre Lacazette jafnaði metin fyrir gestina á 34 mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Anderson Talisca kom svo Besiktas í 2-1 upphafi síðari hálfleiks og þannig fóru leikar.

Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Lyon og því var gripið til framlengingar þar sem að hvorugu liðinu tókst að skora.

Í vítaspyrnukeppninni hafði svo Lyon betur og franska liðið fer því áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar.


desktop