Viðar Örn byrjar á bekknum gegn Villarreal

Villarreal tekur á móti Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni í kvöld klukkan 18:00 og eru byrjunarliðin klár.

Villarreal hefur nú þegar tryggt sig áfram í 32-liða úrslitin og dugar jafntefli í kvöld til þess að enda í efsta sæti A-riðils.

Tel Aviv er í neðsta sæti riðilsins með 1 stig og á enga möguleika á því að fara áfram í útsláttakeppnina.

Viðar Örn Kjartansson, framherji liðsins og íslenska landsliðsins byrjar á bekknum í dag en hann er helsti markaskorari liðsins á þessari leiktíð.


desktop