Adam Lallana að fara í eitt af stærstu liðum Evrópu?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er opinn og má búast við að allt verði fullt af slúðri í janúar.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins.
——-

Barcelona og Juventus vilja kaupa Adam Lallana frá Liverpool en PSG hefur líka áhuga. (Times)

Manchester United gæti boðið 40 milljónir punda í Tiemoue Bakayoko miðjumann Monaco til að vinna baráttu við Chelsea. (Star)

West Ham er að kaupa Scott Hogan framherja Brentford á 15 milljónir punda. (Sun)

Chelsea vill kaupa Ben Gibson miðvörð Middlesbrough. (Mirror)

John Terry ætlar að klára tímabilið með Chelsea. (Sky)

Terry ætlar að ræða við Bournemouth og mögulega fara til félagsins á láni. (Mail)

Paul Ince og Stuart Pearce ræða um að taka við enska U21 árs landsliðinu. (Times)

David Moyes vill fá Tom Cleverley frá Everton til Sunderland. (Telegraph)

Michy Batshuayi fær ekki að fara frá Chelsea í janúar. (Star)

Tony Pulis stjóri West Brom reynir að kaupa Christian Benteke til félagsins. (Sun)

Ivan Rakitic verður áfram hjá Barcelona. (Guardian)

Carl Jenkinson bakvörður Arsenal er á leið til Crystal Palace en Palace vill líka fá Patrick vna Aanholt bakvörð Sunderland. (Sun)

Juventus vill fá Emre Can frá Liverpool. (Calcio)

Per Mertesacker fær ekki að fara á láni frá Arsenal þrátt fyrir löng meiðsli. (Mirror)


desktop