Bakverðir Tottenham á leið til Manchester?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er opinn og má búast við að allt verði fullt af slúðri í janúar.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins.
——-

Manchester United og Manchester City vilja Kyle Walker og Danny Rose bakverði Tottenham. (Sun)

Manchester City hefur áhuga á Jack Wilshere miðjumanni Arsenal. (Star)

Ivan Rakitic er ekki að fara til Manchester City. (Mail)

Jurgen Klopp hefur tjáð Barcelona að Philppe Coutinho sé ekki að fara fyrir 60 milljónir punda. (Mirror)

Chelsea mun fá Fernando Llorente á láni frá Swansea en Michy Batshuayi kemur frá Chelsea og Aaron Leya Iseka bróðir hans kemur frá Anderlecht. (Star)

Hull City vill fá Oumar Niasse á láni frá Everton. (Echo)

Inter Milan ætlar að berjast við Manchester United um Kostas Manolas varnarmann Roma. (Calcio)

United heldur áfram að ræða við Everton um Morgan Schneiderlin en United hafnaði 19 milljóna punda tilboði. (Sky)

West Brom hættir við að kaupa Schneiderlin ef United segir ekki hverjar kröfurnar eru. (Mail)

West Ham vill kaupa Joe Hart frá City næsta sumar. (Sun)


desktop