Bale og Griezmann á förum frá Spáni?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.

———-

Real Madrid ætlar að selja Gareth Bale í sumar. (AS)

Bale á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina samkvæmt landsliðsþjálfara hans, Chris Coleman. (Mirror)

Arsenal er við það að klára kaupin á Nabil Fekir, fyrirliða Lyon en hann á að fylla skarð Mesut Ozil og Alexis Sanchez. (Mail)

Atletico Madrid hefur sett sig í samband við Mesut Ozil og boðið honum samning hjá félaginu. (Sun)

Antoine Griezmann ætlar sér að fara til PSG í Frakklandi næsta sumar en hann vill spila með Mbappe og Neymar. (Times)

Tottenham fylgist með Richarlison, sóknarmanni Watford sem hefur farið vel af stað á þessari leiktíð. (Mirror)


desktop