Costa til Atletico og Seri til Barcelona?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.
—–

William Carvalho miðjumaður Sporting Lisbon vill fara til West Ham. (Mirror)

Pep Guardiola hefur beðið Yaya Toure um að sanna sig og komast aftur í hóp. (Telegraph)

Arsenal hefur ekki rætt við Mesut Özil um nýjan samning síðan í febrúar. (Bild)

Özil ætlar sér að fara þegar samningur hans er á enda næsta sumar. (Sun)

Diego Costa er mættur til Spánar til að reyna að koma sér til Atletico Madrid. (Metro)

Atletico ætlar að bjóða 40 milljónir punda og 9 milljónir punda í bónusa. (Mail)

Barcelona ætlar að reyna að fá Jean Michael Seri miðjumann Nice í janúar. (Sport)

Carlo Ancelotti hættir með FC Bayern eftir tímabilið og Julian Nagelsmann stjóri Hoffenheim tekur við. (BBC 5 Live)

Roy Hodgson hafnaði liðum í Kína til að sanna sig aftur í enska boltanum. (Mirror)


desktop