Dele Alli til Real Madrid?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.
————-
Manchester United er að hefja viðræður við David de Gea um nýjan samning. (Independent)

Everton gerði 70 milljóna punda tilboð í Diego Costa á lokadögum gluggans. (Mail)

Real Madrid vill fá Dele Alli frá Tottenham og mun bjóða Mateo Kovacic í skiptum. (Don Balon)

Arsenal er eitt af þeim liðum sem vill Harold Moukoudi frá Le Havre en Nice, Bordeaux og Red Bull Leipzig. (Sun)

Real Madrid mun bjóða Marco Asensio nýjan samning. (AS)

Chelsea mun reyna aftur í janúar að fá Alex Sandro frá Juventus. (TransferMarket)

Manchester City er tilbúið að bjóða Raheem Sterling nýjan samning. (Star)

Kevin de Bruyne er líka að fá nýjan betri samning hjá City. (SUn)

Manchester City hefur áhuga á Sergio Roberto miðjumanni Barcelona. (Don Balon)

West Ham íhugar að kaupa Francesco Vicari varnarmann SPAL. (Calcio)


desktop