Enda Kane og Eriksen saman á Nývangi?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.
Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.
———-
Harry Kane og Christian Eriksen eru á óskalista Barcelona sem horfðu á þá gegn Real Madrid í vikunni. (Mundo)

Jose Mourinho hefur rætt við Manchester United um nýjan samning en er ekki að flýta sér að skrifa undir. (ESPN)

Leicester mun ekki flýta sér í að finna nýan þjálfara. (Talksport)

Juventus ásamt Barcelona og Manchester City hefur áhuga á Julian Weigl miðjumanni DOrtmund. (Calcio)

Jaap Stam stjóri Reading hefur staðfest áhuga á James Wilson framherja Manchester United. (Chronicle)

Adrian reynir að koma sér í burtu frá West Ham. (Marca)

Manchester United ræðir við Phil Jones um nýjan samning. (ESPN)

Crystal Palace hefur mikinn áhuga á Cenk Tosun framherja Besiktas. (Mirror)


desktop