Er Alexis Sanchez að nálgast Manchester City?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hefur opnað á nýjan leik.

Það má því búast við svakalegu fjöri næstu daga.
————–

Manchester City er að gera nýtt tilboð í Alexis Sanchez framherja Arsenal. (Guardian)

Sanchez mun reyna að koma sér til City. (Sun)

Arsenal mun leyfa Sanchez að fara ef kaupverðið er í kringum 30 milljónir punda. (Mirror)

Arsenal vill Thomas Lemar til að fylla skarð Sanchez. (Mirror)

Monaco útilokar ekki að selja Lemar í janúar. (L´Equipe)

Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Ivan Rakitic miðjumanni Barcelona. (Diariogol)

Liverpool hafnar því að að hafa lækkað verðmiðann á Philippe Coutinho eins og Barcelona heldur fram. (Times)

Francis Coquelin gæti farið frá Arsenal og West Ham hefur áhuga. (Mirror)

Valencia hefur áhuga á Coquelin. (Cadena Ser)

Chelsea vill ekki borga 60 milljónir punda fyrir Alex Sandro bakvörð Juventus. (Telegraph)


desktop