Er Liverpool til í að selja Coutinho eða ekki?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.
———-
Liverpool mun hafna því að ræða við Barcelona um Philippe Coutinho. (Independent)

Liverpool er tilbúið að selja Coutinho til Barcelona í anúar fyrir 98,6 milljónir punda. (Mundo Deportivo)

Jose Mourinho er klár í að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United. (Sun)

Juan Mata hefur hafnað liðum í Kína. (Mirror)

Jack Wilshere er sagður íhuga það að fara frá Arsenal í janúar. (Mirror)

Dani Alves vill fá Alexis Sanchez til PSG. (Copperativa)

Crystal Palace mun reyna að fá reynda leikmenn í janúar til að bjarga liðinu. (Independent)


desktop