Er Naby Keita að koma til Liverpool á næstu dögum?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hefur opnað á nýjan leik.

Það má því búast við svakalegu fjöri næstu daga.
————–

Everton er í baráttu við Southampton um Theo Walcott. (Echo)

RB Leipzig gæti leyft Naby Keita að ganga í raðir Liverpool í þessum mánuði. (Bild)

Martin O´Neill mun funda með Stoke um að taka við liðinu. (Independent)

Guangzhou Evergrand ætlar ekki að berjast við Bejing Guoan um Pierre-Emerick Aubameyang. (ESPN)

Tottenham er byrjað að ræða við Dele Alli um nýjan samning. (Mirror)

Manchester United þarf að borga 27 milljónir punda fyrir Leander Dendoncker frá Anderlecht. (MEN)

Crystal Palace gæti keypt Diafra Sakho í þessari viku frá West Ham. (Mirror)

Huddersfield er að kaupa Alex Pritchard á 14 milljónir punda frá Norwich. (MAil)

West Ham þarf að borga 15 milljónir punda fyrir Harry Arter frá Bournemouth. (MIrror)

Dani Ceballos hefur látið Real Madrid vita að hann vilji fara en Liverpool vill hann. (Diario Gol)


desktop