Eru Sanchez og Özil að fara frá Arsenal?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er opinn og má búast við að allt verði fullt af slúðri í janúar.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins.
——-

Bournemouth vill fá John Terry á láni frá Chelsea. (Telegraph)

Sam Allardyce íhugar að selja Christian Benteke frá Crystal Palace en hann kostaði félagið 30 milljónir punda síðasta sumar. (Mirror)

Antonio Conte vil kaupa Michail Antonio frá West Ham og Fernando Llorente frá Swansea. (Mail)

Chelsea langar einnig að kaupa Simon Kjær frá Fenerbache. (Gazzetta)

Arsenal óttast að Mesut Özil og Alexis Sanches skrifi ekki undir nýja samninga og fari næsta sumar. (Star)

Mamadou Sakho varnarmaður Liverpool vill helst fara til Southampton en Swansea hefur líka áhuga. (Times)

Southampton reynir að kaupa Sergio Olivieira miðjumann Porto sem kostar um 4 milljónir punda. (Sun)

12,5 milljóna punda tilboði West Ham í Scott Hogan framherja Brentford var hafnað. (Mail)

Leicester er tilbúið að selja Jeffrey Schlupp á 12 milljónir punda en Palace, West Brom og Aston Villa vilja öll fá hann. (Guardian)

PSG vill selja Jese og Grzegorz Krychowiak fyrir 55 milljónir punda en Arsenal, Liverpool, Manchester City og West Ham skoða öll málið. (Sun)

Lyon hefur áhuga á að kaupa Memphis Depay frá Manchester United. (Metro)

Liverpool íhugar að kaupa Julian Brandt kantmann Leverkusen í sumar. (Mirror)

Jurgen Klopp fær 40 milljónir punda í leikmanna kaup í janúar en Alex Oxlade-Chamberlain og Gabriel Barbosa eru á lista hans. (Bild)


desktop