Fer Alexis Sanchez til Real Madrid?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.
—–

Alexis Sanchez er á óskalista Real Madrid. (Don Balon)

Roy Hodgson vill fá Jack Wilshere til Crystal Palace í janúar. (Mail)

Palace hefur lofað Hodgson 40 milljónum punda í janúar. (Star)

Atletico Madrid telur sig geta fengið Diego Costa frá Chelsea. (Sky)

Atletico vonast til þess að kaupa Costa á næstu dögum. (Mail)

Costa átti að koma til London á þriðjudag en notaði ekki flugmiða sinn. (Marca)

Umboðsmennirnir, Jorge Mendes og Mino Raiola reyna að fá Dele Alli í sínar raðir. (TImes)

Inter mun bjóða Mauro Icardi nýjan samning og setja klásúlu fyrir meira en 100 milljónir punda en Arsenal, Chelsea og Manchester United hafa áhuga. (Sport)

Everton hefur áhuga á Anthony Ralston bakverði Celtic í janúar. (Sun)

Carlo Ancelotti vill koma aftur til Englands ef FC Bayern lætur hann fara næsta sumar. (ESPN)

RB Leipzig mun bjóða Timo Werner nýjan samning til að drepa áhuga Liverpool. (Sky)

Barcelona mun ekki reyna aftur að fá Philippe Coutinho og reyna frekar að fá Jean Michael Seri frá Nice. (Mirror)

Real Madrid hefur áhuga á Brahim Diaz 18 ára miðjumann Manchester City. (Diario)

Arsenal og Leicester reyndu að fá Benedikt Howedes í sumar en hann valdi að fara til Juventus. (Bild)

Anders Lindegaard fyrrum markvörður Manchester United æfir með Burnley. (Telegraph)


desktop