Fer Van Dijk frekar til Chelsea eða City?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn opnaði í byrjun mánaðarins og eru öll stórlið að skoða í kringum sig þessa stundina.

Hér fyrir neðan má sjá pakka dagsins.
———
Manchester City mun reyna að sannfæra Arsenal um að selja Alexis Sanchez á 60 milljónir punda. (Telegraph)

Chelsea telur sig geta keypt Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal á 35 milljónir punda. (Standard)

Chelsea hefur gefið Diego Costa nokkra hluti sem hann þarf að standa við svo að hann verði seldur. (Guardian)

Costa bað um að fara frá Chelsea fyrir ári síðan. (Times)

Barcelona hefur náð samkomulagi um 90 milljóna punda kaupverð á Ousmane Dembele. (Sport)

Virgil van Dijk fer líklega til Chelsea eða Manchester City frekar en Liverpool en Southampton vill 70 milljónir punda. (Yahoo)

Ross Barkley er meiddur og gæti verið áfram hjá Everton. (Sun)

Davinson Sanchez vill fara til Tottenham frá Ajax. (Independent)

Forráðamenn Spurs fóru til Amsterdam í gær til að funda með Ajax. (Guardian)

Chelsea hefur áhuga á Sanchez en Ajax segir hann ekki til sölu. (Star)

Rafa Benitez vill fimm leikmenn til Newcastle áður en glugginn lokar. (Telegraph)

Newcastle fær líklega Kenedy á láni frá Chelsea. (Goal)

Juventus hefur áhuga á að kaupa Jack Wilshere frá Arsenal. (Mirror)


desktop