Gerði Wenger rosaleg mistök á leikmannamarkaðnum?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.
————–

Zlatan Ibrahimovic hefur fengið 5 milljóna punda tilboð frá Los Angeles FC sem er nýtt lið í MLS deildinni. (Mail)

Serge Aurier bakvörður PSG vill ólmur koma til Manchester United. (L´Equipe)

Real Madrid mun bjóða 60 milljónir punda í David de Gea í sumar. (Sun)

Alvaro Morata framherji Real Madrid hefur látið Chelsea vita að hann sé pirraður á litlum spilatíma hjá félaginu. (Diario)

Arsene Wenger hafnaði því að kaupa N´Golo Kante hjá Chelsea og Thomas Lemar nú hjá Monaco fyrir 12,6 milljónir punda fyrir tveimur árum. (Sun)

Chelsea óttast að nýtt tilboð sem gefur Diego Costa 650 þúsund pund á viku frá Kína sé að trufla hann. (MIrror)

Liverpool er tilbúið að láta samning Emre Can renna út en hann á rúmt ár eftir og vill hærri laun. (Telegraph)

Allt að 16 leikmenn gætu farið frá Sunderland í sumar ef liðið fellur. (Star)

Romelu Lukaku hefur sagt vinum að hann vilji fara til Chelsea í sumar. (Sun)

Tottenham hefur áhuga á Dogluas Costa kantmanni FC Bayern fyrir 30 milljónir punda. (Mirror)

Tottenham ætlar að bjóða í Michael Keane miðvörð Burnley í sumar sem gæti opnað dyrnar fyrir Manchester United að fá Eric Dier. (Telegraph)

Southampton vill kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea og Pontus Jansson frá Leeds. (NBC)


desktop