Hafnaði Real Madrid 50 milljóna punda tilboði frá Liverpool?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.
————–

Chelsea er að tapa þolinmæðinni á Diego Costa og gætu selt framherjann í sumar en hann vill talsvert hærri laun en 150 þúsund pund á viku. (standard)

Costa er á óskalista Tianjin Quanjian í Kína og vill félagið borga honum 620 þúsund pund á viku. (Mail)

Jack Wilshere mun fá nýtt samningstilboð frá Arsenal. (Telegraph)

Real Madrid hefur hafnað 50 milljóna punda tilboði Liverpool í Marcos Asensio miðjumann félagsins. (AS)

Arsene Wenger telur að Arsenal muni fá Sead Kolasinac bakvörð Schalke. (Mirror)

Manchester City gæti þurft að borga nálægt verðinu sem Juventus fékk fyrir Paul Pogba ef Leonardo Bonucci á að koma til félagsins. (Telegraph)

Everton er tilbúið að borga 25 miljónir punda fyrir Michael Keane miðvörð Burnley. (Express)

Carl Jenkinson bakvörður Arsenal er á óskalista Brighton og Newcastle í sumar. (Mirror)


desktop