Jones, Wilshere og Vardy til liðs við Gylfa?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.

Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.

—————

Liverpool íhugar að gera tilboð í Timo Werner framherja RB Leipzig. (Independent)

Manchester City mun líklega ekki kaupa Fred frá Shaktar Donetsk en Manchester United hefur enn áhuga á honum. (Times)

Southampton mun ráða Mark Hughes til starfa í dag. (Telegraph)

Harry Kane framherji Tottenham verður frá fram í maí. (Mirror)

Everton vonast til að fá Jack Wilshere frá Arsenal í sumar. (Mirror)

Sam Allardyce vill kaupa Phil Jones varnarmann United. (Times)

Steve Walsh yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton mun reyna að kaupa Jamie Vardy til Everton. (Echo)


desktop