Langskotið og dauðafærið: Veðmálaráðgjöf 433.is

„Langskotið og dauðafærið“ er gamall liður á 433.is sem við höfum nú endurvakið en þar freistum við þess að hjálpa lesendum okkar að græða pening á Lengjunni.

Bjarni Helgason, veðmálasérfræðingur aðstoðar okkur við gerð þessara seðla.

Við hvetjum lesendur okkar því endilega til að setja smá pening á einn þessara seðla, eða jafnvel báða, á Lengjunni, en minnum fólk á að fara varlega með peningana sína.

Hægt er að setja seðilinn sinn saman hérna.

Stuðlarnir eru reiknaðir út á Lengjunni en ekki eru allir stuðlar eins hjá öðrum fyrirtækjum.

Dauðafærið:

Stoke – Wolves : 1 – 1,5
Stoke eru og hafa alltaf verið erfiðir heim að sækja. Wolves er í miklu basli í Championship-deildinni og ég sé ekki alveg hvernig þeir ætla að stríða Stoke á 365 vellinum. Stoke vinnur þennan leik sannfærandi.

Man Utd – Reading : 1 – 1,15
Manchester United lokar þessum leik. Erum með breiðan hóp og munu eflaust spila á mönnum sem hafa ekki spilað mikið milli jóla og nýárs. United er á skriði og Reading er ekki að fara stoppa þá.

Everton – Leicester : 1 – 1,76
Heimamenn hafa verið að finna formið á nýjan leik á meðan Leicester City mætir til leiks þegar að þeir nenna því. Mahrez og Slimani báðir farnir á Afríkumótið og það munar um minna.

Heildarstuðull: 3,04

Langskotið:
Hull – Swansea: 2 – 2,42
Norwich – Southampton: 2 – 1,93
Sunderland – Burnley: 2 – 2,78
WBA – Derby: 1 – 1,65
QPR – Blackburn: 1 – 2,11

Heildarstuðull: 45,2

Yfirlitið er unnið af sérfræðingum 433.is og byggir á almennt aðgengilegum heimldum. Hvorki 433.is né starfsmenn hennar taka ábyrgð á viðskiptum eða öðrum ákvörðunum sem gerðar eru á grundvelli upplýsinga sem hér koma fram.


desktop