Barcelona snýr sér að Eriksen – Sanchez til Tottenham?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn opnaði í byrjun mánaðarins og eru öll stórlið að skoða í kringum sig þessa stundina.

Hér fyrir neðan má sjá pakka dagsins.

———-

Barcelona ætlar að einbeita sér að Christian Eriksen hjá Tottenham eftir að hafa mistekist að fá Philippe Coutinho frá Liverpool. (Independent)

Ousmane Dembele er enn efstur á óskalista Barcelona sem hefur nú boðið 140 milljónir í leikmanninn (AS)

Real Madrid er hætt við að fá Kylian Mbappe og gæti þess í stað reynt við Eden Hazard hjá Chelsea. (StaR)

Chelsea hefur enn ekki lagt fram nýtt tilboð í Danny Drinkwater, leikmann Leicester. (Telegraph)

Tottenham er í viðræðum við Ajax um kaup á varnarmanninum Davinson Sanchez. (Mirror)

Real Madrid er hætt við að reyna að fá markverðina Thbaut Courtois og David de Gea. (Express)

Swansea mun bjóða 20 milljónir punda í Joe Allen þó að Stoke hafi sagt að hann sé ekki til sölu. (Mirror)


desktop