Leigubílasögur dagsins – Balotelli aftur til Inter í janúar

Balotelli þarf á hvíld að halda segir Heskey.

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.

—–

Nýr stjóri Inter Milan, Roberto Mancini, ætlar sér að fá Steven Gerrard (34), fyrirliða Liverpool, til ítalska stórliðsins í janúarglugganum. (Mail on Sunday)

Borussia Dortmund hefur látið Manchester United vita af því að miðvörðurinn Mats Hummels (25) muni kosta enska félagið 47 milljónir punda (Sun on Sunday)

Chelsea og Manchester City eru talinn ætla að bítast um undirskrift spænska miðjumannsins Koke sem leikur með Atletico Madrid en þessi 22 ára gamli leikmaður er með 48 milljóna evra klásúlu í samningi sínum. (Sunday Express)

Liverpool og Arsenal ætla reyna fá hinn 19 ára gamla Keita Balde Diao, sóknarmann Lazio (Sunday Express)

Lukas Podolski mun að öllum líkindum yfirgefa Arsenal í janúarglugganum. (Evening Standard)

Atletico Madrid hefur sett Juan Mata, miðjumann Manchester United, efst á innkaupalistann sinn í janúarglugganum (Daily Star)

Manchester City sóknarmaðurinn Alvaro Negredo, mun ganga endanlega í raðir Valencia næsta sumar en þessi 29 ára gamli Spánverji er í láni hjá spænska félaginu. (Sunday Mirror)

Everton er að undirbúa tilboð í Joel Campbell, 22 ára vængmann Arsenal, en Kosta-Ríkabúinn er óánægður með lítinn spilatíma hjá Norður-Lundúnaliðinu. (Sun on Sunday)

Mattia Destro, 23 ára framherji Roma, segist ánægður með áhuga Arsenal á sér (Evening Standard)

Mario Balotelli, framherji Liverpool mun snúa aftur til Inter Milan í janúar en Robert Mancini, stjóri ítalska liðsins þjálfaði Balotelli hjá Manchester City og áður hjá Inter.


desktop