Manchester liðin berjast um varnarmann Leicester

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.

Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.

—————

Manchester City hefur náð samkomulagi við Shakhtar Donetsk um kaup félagsins á Fred fyrir 44,5 milljónir punda. (Goal)

Manchester City og Manchester United hafa bæði áhuga á Harry Magueire, varnarmanni Leicester. (Mirror)

AC Milan hefur áhuga á Ander Herrera, miðjumanni Manchester United. (Tuttosport)

Chelsea gæti ráðið Marco Silva, fyrrum stjóra Watford sem bráðabirgðastjóra ef Conte verður rekinn. (Times)

Eden Hazard hefur ekki viljað útiloka það að ganga til liðs við Real Madrid. (Marca)

Alvaro Morata útilokar ekki að ganga til liðs við Real Madrid á nýjan leik. (Mail)

Real Madrid telur að það sé auðveldara fyrir félagið að fá Thibaut Courtois til liðsins en David de Gea. (Independent)

Zinedine Zidane segir ekkert til í þeim sögusögnum um að félagið ætli sér að selja Isco. (El Pais)


desktop