Real Madrid byrjað að ræða við Hazard

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.
———–
Real Madrid hefur haft samband við Eden Hazard. (Diario Gol)

Jonny Evans er á óskalista Everton, West Ham og Manchester City. (Mirror)

Manchester United hefur boðið Juan Mata sem hluta af kaupum félagsins á Joao Mario miðjumanni Inter. (Corriere)

Southampton hefur áhuga á Mohamed Elyounoussi kantmanni Basel. (Blick)

David Moyes íhugar að henda Joe Hart á bekkinn. (Guardian)

Gary Madine framherji Bolton er á óskalista Sunderland. (Echo)


desktop