Reynir Chelsea að kaupa Alexis Sanchez?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hefur opnað á nýjan leik.

Það má því búast við svakalegu fjöri næstu daga.

————–

Antonio Conte vill fá Alexis Sanchez til Chelsea. (Telegraph)

Tottenham ætlar ekki að borga 45 milljónir punda fyrir Malcom kantmann Bordeaux. (Mail)

Tottenham er tilbúið að hækka laun Harry Kane og framlengja við Christian Eriksen og Son Heung-min. (Times)

Manchester United vill framlengja við David de Gea og borga honum 300 þúsund pund á viku. (Sun)

Ólíklegt er að Manchester United fylgi eftir áhuga sínum á Jamie Vardy. (Mercury)

Manchester City hefur boðið 45 milljónir punda í Fred miðjumann Shaktar Donets. (MEN)


desktop