Risatilboði frá Liverpool í Mbappe hafnað?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og
sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.
————-
Antonio Conte fær 200 milljónir punda í leikmannakaup í sumar og vill Conte fá Tiemoue Bakayoko miðjumann Monaco á 50 milljónir evra. (Telegraph)

Chelsea hefur tjáð Eden Hazard verði maður liðsins næstu árin ef hann gerir nýjan samning. (STnadard)

Real Madrid ætlar að kaupa Hazard til að sannfæra Marco Veratti að fara frekar til Chelsea en Barcelona. (Don Balon)

Monaco hafnaði 75 milljóna evra tilboði Liverpool í Kylian Mbappe. Monaco vill 100 milljónir evra. (Marca)

Monaco mun hafna tilboðum í Mbappe í sumar. (CNN)

Liverpool telur sig fá Ryan Sessegnon frá Fulham í sumar en hann er einn af imm sem Liverpool vill. (Independent)

Manchester United skoðar Edersen hjá Benfica ef David de Gea fer. (MEN)

United gæti keypt Jan Oblak markvörð Atletico Madrid á 40 milljónir punda. (Star)

Real Madrid íhugar hins vegar að kaupa Oblak. (Goal)

Manchester City vill losa sig við Nolito og Kelechi Iheanacho til að fjármagna kaup á Alexis Sanchez. (Express)

West Ham er til í að borga 20 milljónir punda fyrir Kelechi Iheanacho. (Mail)

Jermain Defoe vill 100 þúsund pund á viku og 6 milljónir punda fyrir að skrifa undir hjá West Ham eða Bournemouth. (Standard)

Crystal Palace hefur líka áhuga á Defoe. (Mirror)

Palace vill fá Gael Clichy og Bacary Sagna bakverði Manchester City. (Sun)

Everton vill Tammy Abraham frá Chelsea þegar þeir reyna að kaupa Romelu Lukaku. (Mail)

Everton mun bjóða 15 milljónir punda í Jordan Pickford markvörð Sunderland. (Chronicle)


desktop