Sanchez og Rose á leiðinni til Manchester?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.

———-

Manchester United vill fá Danny Rose, bakvörð Tottenham og er tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir hann. (Sun)

Manchester City ætlar að bjóða 20 milljónir punda í Alexis Sanchez í janúar. (Mirror)

Michael O’Neill kemur, þjálfari Norður-Íra kemur til greina sem næsti þjálfari Skota. (Guardian)

David Moyes hefur einnig áhuga á stöðunni og mun ræða við skoska knattspyrnusambandið á næstu dögum. (Sun)

Njósnarar frá Chelsea munu fylgjast með Richmon Boakye, framherja Rauðu Stjörnunnar í næstu viku þegar liðið mætir Arsenal. (Mail)

Liverpool og Arsenal ætla bæði að leggja fram tilboð í Thomas Lemar, sóknarmann Monaco næsta sumar. (Mirror)

Manchester City hefur efni á Lionel Messi en samkvæmt Kun Aguero hefur hann ekki áhuga á því að yfirgefa Barcelona. (TyC Sports)

Messi fær 80 milljónir punda í bónus ef hann framlengir við Barcelona. (Mail)

Chelsea íhugar að lána Charly Musonda í janúar. (Evening Stadard)

Grzegorz Krychowiak íhugar að ganga alfarið til liðs við WBA frá PSG en hann er á láni sem stendur. (Talksport)

Leicester City íhugar að semja við Bacary Sagna en hann er með lausan samning. (Mercury)

Sunderland íhugar að selja Lamine Kone, Jack Rodwell, Didier Ndong ef Ellis Short nær ekki að selja félagið fyrir janúargluggann. (Echo)


desktop