Sóknarmaður Leverkusen efstur á óskalista Liverpool?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.

Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.

—————

Jack Butland, markamaður Stoke er á óskalista Liverpool og Arsenal. (Sun)

Chelsea vill að Antonio Conte hætti hjá félaginu í sumar. (Telegraph)

Ítalinn vill hins vegar ekki fara frá félaginu og ítrekar að þeir eigi að gefa honum tækifæri. (Observer)

Everton skoðar að ráða Paulo Fonseca, stjóra Shakhtar Donetsk í sumar. (Mail)

Þá er félagið tilbúið að selja Michael Keane sem kom til liðiðsins í sumar frá Burnley. (Sunday)

Manchester City hefur samþykkt að borga 50 milljónir bunda fyrir Fred, miðjumann Shakhtar í sumar. (Mirror)

Kevin de Bruyne ætlar sér að ljúka ferlinum í bandarísku MLS-deildinni. (Sun)

Liverpool ætlar að reyna fá Leon Bailey frá Bayer Leverkusen í sumar. (People)

Jose Mourinho útilokar að selja David de Gea í sumar. (Mirror)

Roberto Firmino vill eyða megninu af ferlinum hjá Liverpool. (Esporte)


desktop