Suarez að yfirgefa Barcelona og semja við Tottenham?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er í fullu fjöri en hann lokar í lok þessa mánaðar.

Hér fyrir neðan má sjá pakka dagsins.
———

Tottenham mun ekki hafa áhuga á tilboðum frá Chelsea í Danny Rose en félagið er til í í að tvöfalda launin hans. (Standard)

United hefur ekki lengur áhuga á Rose en hann vill ólmur fara þangað. (Star)

Dele Alli verður ekki seldur fyrir 150 milljónir punda. (SUn)

Chelsea gefst ekki upp á Alex Sandro en treystir á að hann fari fram á sölu. (Standard)

Chelsea bauð 73 milljónir punda í Sandro en því hafnaði Juventus. (Calci)

Chelsea ætlar að bjóða 25 milljónir punda plús bónusa fyrir Danny Drinkwater. (Mail)

Barcelona hefur boðið 118 milljónir punda í Philippe Coutinho leikmann Liverpool. (Goal)

Barcelona færist nær því að kaupa Ousmane Dembele frá Dortmund. (Express)

Manchester City hefur boðið 60 milljónir punda í Alexis Sanchez en Real Madrid hefur líka áhuga. (Don Balon)

Southampton er að kaupa Wesley Hoedt á 15,4 milljónir punda frá Lazio. (Mirror)

Napoli hafnaði 55 milljóna punda tilboði í Lorenzo Insigne framherja sinn. (Gazzetta)

Tottenham undirbýr 27 milljóna punda tilboð í Denis Suarez miðjumann Barcelona. (Mundo)


desktop