Van Dijk til Liverpool og Toni Kroos til United?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn opnaði í byrjun mánaðarins og eru öll stórlið að skoða í kringum sig þessa stundina.

Hér fyrir neðan má sjá pakka dagsins.
—————-
Virgil van Dijk gæti farið til Liverpool á endanum fyrir 60 milljónir punda. (Sun)

Arsenal íhugar 45 milljóna punda tilboð í Van Dijk. (Express)

Búið er að ná myndum af Diego Costa í treyju Atletico Madrid en þangað vill hann fara. (Mail)

Arsene Wenger telur sig geta sannfært Alexis Sanchez um að vera áfram hjá Arsenal. 8Mirror)

Wenger mun hjóla í Moussa Dembele hjá Celtic ef Sanchez fer. (Star)

Wenger hefur gefist upp á að fá Kylian Mbappe frá Monaco og horfir bara til Thomas Lemar. (Telegraph)

Lemar hefur beðið Monaco um að selja sig til Arsenal. (Sun)

Chelsea vill kaupa Kun Aguero framherja Manchester City. (Star)

Chelsea hefur boðið Yannick Carrasco kantmanni Atletico Madrid fimm ára samning. (Express)

Jose Mourinho vill Toni Kroos ef Real Madrid á að fá David de Gea frá Manchester United. (Sun)

Tottenham undirbýr annað tilboð í Ross Barkley hjá Everton. (Independent)


desktop