Verða Gylfi og Diego Costa samherjar?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er í fullu fjöri en hann lokar í lok þessa mánaðar.

Hér fyrir neðan má sjá pakka dagsins.
———

Tottenham er að nálgast kaup á Davinson Sanchez frá Ajax. (Telegraph)

Sanchez mun kosta 28 milljónir punda í byrjun með möguleika á 14 milljónum punda í bónusa. (Independent)

Manchester City er tilbúið að bjóða 22 milljónir punda í Jonny Evans miðvörð West Brom eftir að 18 milljóna punda tilboði var hafnað. (Mirror)

63 milljóna punda tilboði Chelsea í Alex Sandro var hafnað af Juventus. (Mirror)

Barcelona mun berjast til að reyna að kaupa Philippe Coutinho þangað til að glugginn lokar. (Telegraph)

Everton gæti reynt að fá Diego Costa á láni. (Sun)

Kevin Wimmer gæti yfirgefið Tottenham og farið til West Brom. (Telegraph)

Arsenal er að selja Gabriel á 10 milljónir punda til Valencia. (Standard)

PSG hefur enn áhuga á Fabinho miðjumanni Monaco. (L´Equipe)


desktop