Verða stærstu stjörnur Englands launahæstar í Kína?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er opinn og má búast við að allt verði fullt af slúðri í janúar.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins.

——-

Arsene Wenger, stjóri Arsenal ætlar ekki að styrkja liðið neitt í janúar. Hann ætlar að einbeita sér að því að framlengja við Mesut Ozil og Alexis Sanchez. (Sun)

Sanchez ætlar hins vegar ekki að skrifa undir og er sagður vilja fara til Frakklands en PSG hefur áhuga á honum. (Mirror)

Pep Guardiola ætlar að fá Holger Badstuber frá Bayern Munich á láni. (Sun)

Kínverska ofurdeildin er tilbúin að borga enskum leikmenni 800.000 pund á viku en þeir leikmenn sem hafa einna mest verið nefndir til sögunnar eru Dele Alli, Harry Kane, Daniel Sturridge og Ross Barkley. (Mail)

Everton ætlar að bjóða 22 milljónir punda í Morgan Schneiderlin. (Squawka)

Southampton vill fá Mamadou Sakho, fari svo að Jose Fonte yfirgefi félagið. (L’Equipe)


desktop