Wenger og Sanchez að fara frá Arsenal?

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn er lokaður þessa stundina en félögin hætta þó aldrei að skoða í kringum sig.

Hér að neðan má sjá pakka dagsins sem BBC tók saman.
—–

Arsenal er byrjað að spyrjast fyrir um nýja þjálfara til að taka við af Arsene Wenger. (Mirror)

Wenger tekur ákvörðun um framtíð sína í apríl eða maí. (ZDF)

Vinir Wenger telja að hann muni hætta í sumar. (Squawka)

Lucas Perez ætlar að fara frá Arsenal í sumar til að komast á HM með Spáni 2018. (Gola)

Manchester United hefur náð samkomulagi um að Victor Lindlelof komi til félagsins í sumar. (Calcio)

Eric Bailly mælir með að United kaupi Franck Kessie 20 ára miðjumann Atalante. (Sun)

James Rodriguez ætlar að vera hjá Real Madrid næstu árin. (MEtro)

Chelsea og FC Bayern munu berjast um Andrea Belotti framherja Torino. (Stampa)

Emre Can miðjumaður Liverpool er á óskalista Juventus. (Tutto)

Everton og Leicester vilja fá Walace miðjumann Hamburg. (MIrror)

Alexis Sanchez ætlar að fara frá Arsenal eftir rifrildi við liðsfélaga sína á miðvikudag. (Sun)


desktop