Cantona söng lagið úr Frozen og valdi Ísland besta liðið á EM

Ísland var besta liðið á EM í Frakklandi en þetta segir Eric Cantona í nýrri auglýsingu fyrir Eurosport.

Cantona hefur leikið í fyndnum auglýsingum yfir EM þar sem hann bæði hrósar og lætur menn heyra það.

Ísland er besta liðið á EM þökk sé myndinni Frozen samkvæmt Cantona sem er nokkuð skondið.

Cristiano Ronaldo var besti leikmaður EM eins og kemur fram í auglýsingunni en það er fiðrildinu fræga að þakka.

Sjón er sögu ríkari en auglýsinguna má sjá hér.

———–


desktop