14 öruggir um borð í flugvélina til Rússlands

Það voru margir hræddir um að árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta yrði ekki jafn góður og hann hafði verið eftir að Evrópumótið í Frakklandi var á enda. Liðið hafði komist í nýjar hæðir og eftir slíkt getur verið erfitt að halda sjó, þar að auki hætti Lars Lagerbäck sem þjálfari liðsins og óttuðust margir að það myndi hafa mikil áhrif. Sumir efuðust um að Heimir Hallgrímsson hefði það sem þurfti að stýra liðinu einn en ljóst að þær áhyggjur voru óþarfar. Heimir stýrði liðinu á HM á mánudag og hefur tekist að bæta leik liðsins talsvert.

Lagerbäck og Heimir voru ráðnir til starfa árið 2011 og þeirra fyrsta stóra verkefni var undankeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu árið 2014. Sú keppni hófst haustið 2012 og var árangurinn í þeirri keppni góður, íslenska liðið var koma upp eftir erfið ár og þjóðin fór að styðja liðið af miklum krafti.

Nálægt því að komast til Brasilíu
Íslenska liðið var mjög nálægt því að komast á HM í Brasilíu en féll úr leik í umspili um laust sæti gegn Króatíu. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli áður en haldið var til Zagreb, þar var verkefnið of stórt fyrir íslensku strákana sem voru margir hverjir í sárum í fleiri vikur í kjölfarið. Leikmenn áttu margir í vandræðum með félagsliðum sínum eftir að hafa fallið úr leik enda erfitt að kyngja niðurstöðu umspilsins.

Draumurinn varð að veruleika
Fyrir undankeppni EM kom Heimir inn sem aðalþjálfari ásamt Lagerbäck og hlutirnir urðu enn betri, liðið var komið lengra og draumurinn um að komast á fyrsta stórmótið varð að veruleika. Í Frakklandi stóð liðið sig svo frábærlega og komst í átta liða úrslit en þar var Frakkland of öflugur andstæðingur. Margir óttuðust að íslenska liðið missti nú flugið og ætti enga möguleika á að komast á HM í Rússlandi.

Toppnum náð
Íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á heimsmeistaramótið í Rússlandi á mánudag, þar með var stór kafli í íþróttasögu Íslands skrifaður. Þetta er í fyrsta sinn sem landsliðið kemst á heimsmeistaramótið en Ísland er minnsta þjóðin sem kemst inn á heimsmeistaramótið. Áður var það Trínidad og Tóbago sem telur 1,3 milljónir íbúa.

Barátta um sæti í flugvélinni til Rússlands
Það er ljóst að hver einasti íslenski knattspyrnumaður sem sér möguleika á að komast í HM-hóp Heimis mun leggja allt í sölurnar á næstu mánuðum. Þegar hópurinn er skoðaður má ætla að 14 leikmenn eigi í dag öruggt sæti í hópnum og fari með verði þeir heilir heilsu. Eiður Smári Guðjohnsen er eini leikmaðurinn sem var með á EM í Frakklandi sem verður ekki með, hann hefur lagt skóna á hilluna. Þá er alveg óljóst hvort Kolbeinn Sigþórsson hafi náð fullri heilsu þegar flugvélin til Rússlands tekur á loft.

Hér að neðan má sjá þá sem eru öruggir um borð, þá sem eru líklegir og þá sem þurfa að hafa fyrir sæti sínu.

Líklegir til Rússlands
Ólafur Ingi Skúlason
Arnór Ingvi Traustason
Ögmundur Kristinsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Björn Bergmann Sigurðarson

Eiga möguleika
Rúnar Már Sigurjónsson
Kjartan Henry Finnbogason
Viðar Örn Kjartansson
Kolbeinn Sigþórsson
Rúrik Gíslason
Jón Guðni Fjóluson
Hjörtur Hermansson
Theodór Elmar Bjarnason
Albert Guðmundsson
Ingvar Jónsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Haukur Heiðar Hauksson
Viðar Ari Jónsson
Axel Óskar Andrésson
Aron Sigurðarson
Arnór Smárason
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðmundur Þórarinsson


desktop