Aguero vanmetur ekki Ísland og lofsyngur Gylfa

Kun Aguero framherji Manchester City og Argentínu ætlar sér ekki að vanmeta íslenska landsliðið á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Aguero og félagar eru líklegir til sigurs í riðlinum en ásamt Íslandi er Króatía og Nígería í riðlinum.

Argentína hefur á að skipa afar öflugum hópi sóknarmanna með Lionel Messi og Aguero fremsta í flokki.

,,Andstæðingar okkar eru ekki slæmir,“ sagði Aguero við fjölmiðla í heimalandinu.

,,Ísland er þarna í fyrsta sinn, þeir spila ekki illa. Ísland er með mjög skipulagt lið.“

Aguero lofsyngur, Gylfa Þór Sigurðsson, skærustu stjörnu Ísland og segir að hann sé drifkraftur liðsins.

,,Sigurðsson er sá sem dregur vagninn, við mætum þeim í fyrsta leik. Fyrstu tveir leikirnir eru þeir sem skipta máli, góð úrslit skipta máli.“


desktop