U21 með geggjaðan sigur á Eistum

U21 árs landsliðið vann frábæran sigur á Eistlandi í undankeppni EM nú í dag.

Útlitið var ekki bjart fyrir U21 árs liðið en Eistland komst í 0-2 forystu á 51. mínútu.

Það var hins vegar Albert Guðmundsson sem tók málin í sínar hendur.

Albert minnkaði muninn fyrir Ísland á 51 mínútu leiksins. Hans Viktor Guðmundsson jafnaði svo leikinn á 74 mínútu eftir sendingu frá Jóni Degi Þorsteinssyni.

Það var svo varamaðurinn Óttar Magnús Karlsson sem tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru eftir.

Íslenska liðið er með sjö stig eftir fimm leiki og er í þriðja sæti riðilsins.


desktop