Albert: Mig dreymir um að fara með á HM

Albert Guðmundsson sóknarmaður PSV leggur allt í sölurnar til að vera með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í sumar.

Albert sem er fæddur árið 1997 var í íslenska landsliðshópnum í janúar gegn Indónesíu.

Búist er við að hann verði svo í hópnum sem Heimir Hallgrímsson kynnir á föstudag fyrir verkefni í Bandaríkjunum.

,,Mig dreymir um að fara á HM og ég vona að það takist,“ sagði Albert við hollenska fjölmiðla.

,,Heimir er að fylgjast með mér og það er undir mér komið að sanna það hjá PSV að ég eigi skilið sæti í hópnum.“

Albert kom til PSV frá Heerenveen árið 2015 og bjóst við að vera í stærra hlutverki í dag. ,,Ég er ekki á áætlun, þegar ég kom frá Heerenveen þá bjóst við að vera fyrr í aðalliðinu og að spila meira. Ég hafði vonast eftir meiri spilatíma en það er eðlilegt. Allir ungir leikmenn vilja spila, ég verð að nýta mín tækifæri til að fá fleiri.“


desktop