Alfreð Finnboga um fögnuð landsliðsins – Áttum það skilið

Alfreð Finnbogason framherji Augsburg segir að það hafi verið verðskuldað að íslenska landsliðið hafi fagnað vel eftir að hafa tryggt sér sæti á HM.

Alfreð er mættur til æfinga hjá Augsburg og útskýrði fögnuð Íslendinga eftir leikinn á mánudag.

,,Öll þjóðin er ánægð með þetta því þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland spilar á HM, það vita allir að við erum lítil þjóð og svona gerist ekki á hverjum degi. Síðustu dagar hafa verið sturlun,“ sagði Alfreð.

,,Allir vinir mínir og fjölskylda voru á vellinum, allir voru glaðir. Það var mikið partý fram eftir kvöldi, allir Íslendingar fögnuðu þessu.“

,,Viið fórum í miðborg Reykjavíkur þar sem við fögnuðum og íslenskur rappari söng. Við fögnuðum með stuðningsmönnum okkar, eftir það fórum við í einkasamkvæmi þar sem vinir og fjölskylda komu og allt knattspyrnusambandið. Það eru ekki svo margir, þetta var frábær fögnuður. Við áttum það skilið.“

Viðtalið er hér að neðan.


desktop