Bild heldur því fram að Frakkar hafi tekið ólögleg lyf

Þýska stórblaðið, Bild fer fram full harkalega í dag og fær lækni til þess að halda því fram að franska landsliðið hafi notað ólöglegt efni í leiknum gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM.

Þýska blaðið fékk að fara inn í klefa Frakklands eftir sigurinn gegn Þýskalandi í síðustu viku.

Þar sá þýska blaðið kassa en í honum voru Guronsan töflur.

Um er að ræða koffín töflur sem eiga að hjálpa leikmönnum um að komast í gegnum leiki.

Guronsan er ekki á bannlista en lænir sem Bild ræðir við segir þetta ólöglegt.

,,Að mínu mati er Guronsan ólöglegt lyf, það er hægt að bæta frammistöðu sína með svona. Það er sannað, þetta eykur viðbrögð leikmanna,“ sagði Fritz Sörgel.


desktop