Birkir Bjarnason verður klár í slaginn gegn Króatíu

Birkir Bjarnason leikmaður Aston Villa og íslenska landsliðsins hefur náð sér af meiðslum og ætti að öllu óbreyttu að geta tekið þátt i landsleik Íslands og Króatíu þann 11. júní.

Birkir hefur ekki spilað leik síðan í byrjun mars þegar hann meiddist á hnéi.

Þessi öflugi leikmaður gekk í raðir Aston Villa í janúar og spilaði átta leiki áður en hann meiddist.

Meiðslin eru hins vegar að hverfa og Birkir ætti að geta verið leikfær gegn Króatíu.

,,Það var alltaf planið að hann ætti að reyna að ná síðustu leikjunum hjá Aston Villa, þeir vildu svo ekki í samvinnu við hann taka sénsinn þar. Þeir voru á því að hann ætti að stefna að þetta verkefni, það var tímapunkuturinn sem Aston Villa horfði til,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari Íslands við 433.is í dag.

Króatía er á toppi riðilsins með 13 stig en Ísland jafnar þá með sigri. Tölfræðin er þó ekki með íslenska liðinu enda í þremur viðureignum á síðustu árum hefur Íslandi ekki tekist að sigra.


desktop