Breyttur leikitími á leik Íslands – 76 þúsund á vellinum á morgun

A landslið karla leikur á morgun, sunnudag, seinni leik sinn gegn Indónesíu, en leikurinn fer fram á Gelora Bung Karno vellinum í Jakarta. Hefst hann klukkan 12:00 að íslenskum tíma.

Liðið æfði í dag á keppnisvellinum, en völlurinn er mjög stór og tekur um 76.000 manns í sæti.

Samkvæmt upplýsingum sem við fáum er uppselt á leikinn á morgun og verður stemningin því frábær.

Við viljum sérstaklega benda á að leiktíminn hefur breyst, en leikurinn frestast um hálftíma og hefst því klukkan 12:00 að íslenskum tíma.

Hér að neðan má sjá myndir frá æfingu dagsins.


desktop