Celta Vigo í undanúrslitin – Framlengt hjá United

Fjórir leikir fóru fram í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Besiktas vann 2-1 sigur á Lyon þar sem að Anderson Talisca skoraði tvívegis fyrir heimamenn en þar sem að fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Lyon þá er gripið til framlengingar.

Genk og Celta Vigo gerðu 1-1 jafntefli sem þýðir að Celta Vigo fer áfram í undanúrslitin, samanlagt 4-3.

Manchester United og Anderlecht gerðu svo 1-1 jafntefli líka sem þýðir að það er framlenging á Old Trafford.

Schalke vann svo Ajax, 2-0 og því er líka framlengt í Þýskalandi.

Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Besiktas 2 – 1 Lyon *Framlengt
1-0 Anderson Talisca
1-1 Alexandre Lacazette
2-1 Anderson Talisca

Genk 1 – 1 Celta Vigo*
0-1 Pione Sisto
1-1 Leandro Trossard

Manchester United 1 – 1 Anderlecht *Framlengt
1-0 Henrik Mkhitaryan
1-1 Sofiane Hanni

Schalke 2 – 0 Ajax *Framlengt
1-0 Leon Goretzka
2-0 Guido Burgstaller


desktop