Eiður Smári: Af hverju er ég ekki í þessu liði?

Ísland er komið á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Kósóvó í Laugardalnum í kvöld.

Íslenska liðið þurfti sigur til að tryggja sig inn til Rússlands þar sem mótið fer fram næsta sumar.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Gylfi gerði hlutina eins síns liðs og kom boltanum í netið, sögulegt mark fyrir Ísland.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði svo seinna markið þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir eftir laglegan undirbúning Gylfa.

Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur RÚV en hann er hættur í fótbolta, miðað við orð hans þá gæti hann tekið fram skóna.

Eiður var með á EM í fyrra en gæti hann komið aftur?

,,Ég var með plebbum í liði eins og Pétri Martieinssyni,“ sagði Eiður en Pétur var sérfræðingur RÚV með honum.

,,Af hverju er ég ekki í þessu liði?.“


desktop