Eiður Smári: Tækifæri fyrir menn að komast með á HM

Eiður Smári Guðjohnsen er í Indónesíu núna en á morgun mætast Íslands og Indónesía í æfingarleik.

Liðin mætast svo aftur áður en íslenska liðið kemur heim. Eiður er mættur til að fylgjast með og ræddi við fréttamenn í dag.

Ekki eru allir leikmenn með þar sem stærstu deildir Evrópu eru í gangi og ekki er um að ræða alþjóðlega leikdaga.

,,Leikir í janúar geta verið erfiðir, við erum með leikmenn í stórum deildum. Það munu sjást ungir leikmenn með hæfileika og leikmenn sem eru að berjast um að komast á HM í Rússlandi, þetta gefur leikmönnum tækifæri á að komast með á HM. Þetta gefur þjálfaranum tækifæri á að skoða leikmenn sem eru við hópinn, vonandi nýta menn tækifærið,“
sagði Eiður.

,,Ég er spenntur fyrir því að sjá Indónesíu, þetta er í fyrsta sinn sem ég er hérna. Það verður áhugavert að sjá hvernig liðin eru.“


desktop