Fjórir þreyttu frumraun með landsliðinu í Kína

Ísland vann 0-2 sigur á Kína á æfingamóti sem fram fer þar í landi þessa dagana en auk Íslands og Kína eru Króatía og Síle á mótinu.

Ísland mun spila til úrslita í China Cup en það kemur í ljós á morgun hvort það verði Síle eða Króatía sem verða andstæðingur Íslands á sunnudag.

Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarsons sáu um að skora mörkin.

Fjórir leikmenn þreyttu frumraun sína með liðinu í dag en allir komu inn sem varamen.

Fyrstur var Böðvar Böðvarsson bakvörður FH en á eftir honum kom Óttar Magnús Karlsson framherji Molde.

Albert Guðmundsson kom svo inn á 90 mínútu líkt og Orri Sigurður Ómarsson.


desktop