Forsetinn mætir ekki á leik Íslands og Argentínu

Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands elskar íþróttir og reynir að mæta á eins marga landsleiki og hann getur.

Guðni verður hins vegar ekki mættur á leik Íslands og Argentínu á HM 16 júní. Vísir.is segir frá.

„Forseti fylgist að sjálfsögðu með leik karlalandsliðsins í Rússlandi þann 16. júní – en héðan að heiman því hann á ekki heimangengt á leikinn sjálfan vegna anna,“
segir Örnólfur Thorsson ritari forseta í fyrirspurn Vísis.

Ástæðan er sú að 17 júní er daginn eftir en þá hefur Guðni Th skyldum að gegna hér heima.

Líklegt er að Guðni mæti þó út en Íslands leikur gegn Nígeríu og Króatíu skömmu eftir leikinn gegn Argentínu.


desktop