Frábær byrjun en tap gegn Noregi á La Manga

Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld 2-1 gegn Noregi í æfingarleik á La Manga.

Byrjunin íslenska liðsins var frábær en Fanndís Friðriksdóttir skoraði strax á þriðju mínútu.

Fanndís er á sínu fyrsta tímabili með Marseille og er einn mikilvægasti leikmaður liðsins.

Eftir frábæra byrjun missti íslenska liðið flugið og Noregur vann 2-1 sigur.

Byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir
Sif Atladóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir
Anna Rakel Pétursdóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir
Andrea Rán Hauksdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Rakel Hönnudóttir
Sandra María Jessen
Fanndís Friðriksdóttir


desktop