Freyr: Jafnrétti á Íslandi er í fremstu röð í heiminum

Freyr Alexandersson segir að jafnrétti kynjanna sé í fremstu röð á Íslandi þegar kemur að íþróttum.

Kvennalandsliðið heldur í verkefni gegn Þýskalandi og Tékklandi í næstu viku.

Í Tékklandi ætlar ekkert sjónvarp að sýna leikinn og ekki einu sinni að taka hann upp, þrátt fyrir það er lið Tékklands á mikilli uppleið.

,,Jafnrétti er í fremstu röð í heiminum á Íslandi, sama hvort það séu íþróttir eða eitthvað annað. Þetta er sorglegt fyrir eins gott lið og þær eru með,“ sagði Freyr um málið en RÚV reynir að fá leikinn sýnda og borgar þá allan kostnað við það.

,,Samband Tékklands er að gera allt til að vera með gott kvennalið í fremstu röð, vonandi ná þær árangri seinna en í þessari undankeppni til að fá athygli. Ef þær ná árangri núna er það á okkar kostnað.“


desktop